Norræna félagið á Íslandi tók við formennsku í FNF-Foreningerne Nordens Forbund (Samband Norrænu félaganna) nú um áramót. Hrannar Björn Arnarsson formaður Norræna félagsins verður þar með formaður sambandsins árið 2020.
Viðfangsefni ársins eru mörg og spennandi á þessum samnorræna vettvangi. Í janúar verður ráðstefna á vegum FNF í Helsinki um rafræn skilríki innan Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna (NOBID) og seinna á árinu ráðstefnur annars vegar um Norðurlöndin eftir BREXIT og hins vegar um möguleika á samnorrænum stórmótum í íþróttum.
Á innlendum vettvangi verður auk fastra verkefna, formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði fyrir árið 2020 gerð góð skil en í henni er lögð áhersla á að:
● standa vörð um lýðræðið með því að berjast gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum sem grafa undan því,
● standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika sem ógnað er af loftslagsbreytingum, mengun og fleiri þáttum sem rekja má til starfsemi manna,
● treysta böndin milli Norðurlandabúa með því að efla tungumálakunnáttu innan Norðurlanda til að stuðla að því að þeir geti í sameiningu tekist á við þessi stóru verkefni.
Sjá nánar á https://www.althingi.is/nr2020is
Í haust er fyrirhugað að halda ráðstefnu í samvinnu við Nordjobb um möguleika ungs fólk á sameiginlegum vinnumarkaði Norðurlanna.