Ert þú skipulagður og vanur skrifstofustjóri með reynslu af félagsstörfum? Ef svo, er FNF með starf fyrir þig.
Samtök Norrænu félaganna, FNF; Föreningarna Nordens Förbund, óska eftir öflugum og skipulögðum skrifstofustjóra í fullt starf.
Skrifstofustjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri á sameiginlegri skrifstofu Norrænu félaganna í Kaupmannahöfn. Á skrifstofunni starfa að jafnaði um 15 starfsmenn og ber skrifstofustjóri ábyrgð á daglegum rekstri og vinnur að verkefnum frá stjórn sem tengiliður skrifstofu og Norrænu félaganna.
Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf
Starf skrifstofustjóra er fjölbreytt og felst m.a. í gerð starfsáætlana, fjárhagsáætlana, eftirfylgni með samningum, gæðastjórnun verkefna og mannauðsmál.
Næstu samstarfsaðilar eru framkvæmdastjórar Norrænu félaganna (ledningsgruppen) og næsti yfirmaður sá framkvæmdastjóri sem er í formennsku (formennska fylgir formennsku í Norðurlandaráði).
Óskað er eftir öflugum stjórnanda sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi og á gott með að vinna í hóp og með reynslu af því að vinna með margþætt verkefni.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Fylgja eftir ákvörðunum stjórnar.
Ábyrgð á rekstri skrifstofu, fjármálum og mannauðsmálum.
Stuðningur við verkefni FNF og fjárhagsuppgjör.
Gerð umsókna í þar til gerða sjóði.
Straumlínulaga og samhæfa verkefni skipulagsheildarinnar.
Undirbúa framkvæmdastjórafundi og formannafundi.
Undirbúa gögn fyrir stjórnarfundi.
Vera tengiliður við helstu samstarfsaðila.
Tryggja að farið sé að samningum og gildandi lögum og reglum.
Menntunar og hæfniskröfur:
Við leitum að sjálfstæðum og ábyrgum einstaklingi með hæfni til að skipuleggja og forgangsraða á skilvirkan hátt og sem getur unnið mismunandi verkefni með hagaðilum.
Þekking á norrænu samstarfi og einlægur áhugi á Norðurlöndunum er skilyrði.
Háskólamenntun, helst á meistarastigi í hagfræði, lögfræði eða viðskiptafræði en þó verður tekið tillit til persónulegra eiginleika og reynslu. Þekking á opinberri stjórnsýslu kostur. Mjög góð kunnátta í einu af skandinavísku tungumálunum skilyrði sem og mjög góð enskukunnátta.
Vinnuumhverfið
Skrifstofustjóri er hluti af skapandi og dýnamísku teymi í fjölbreyttu vinnuumhverfi með sveigjanlegan vinnutíma. Skrifstofustjóri er stjórnandi vinnustaðarins og hefur mikla möguleika á að móta og þróa starfið.
Ferðalög innan Norðurlandanna er hluti af starfinu
FNF, Samtök Norrænu félaganna
Samtök Norrænu félaganna (FNF) eru samtök Norrænu félaganna á Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Færeyjum, Álandseyjum og Grænlandi. Markmið samtakanna er að styrkja norrænt samstarf bæði á milli landannna og innanlands. Verkefni FNF er að tryggja og þróa náið samstarf milli Norrænu félaganna ásamt því að sjá um og gæðastýra sameiginlegum verkefnu þeirra.
Vinnustaðurinn er á skrifstofu FNF í miðbæ Kaupmannahafnar.
Nánari upplýsingar veita Espen Stedje, framkvæmdastjóri Norræna félagsins í Noregi og framkvæmdastjóri FNF 2023, espen.stedje@norden.no og Ásdís Eva Hannesdóttir framkvæmdastjóri Norræna félagsins á Íslandi og framkvæmdastjóri FNF 2024, asdis@norden.is.
Umsóknir sendist til foreningen@norden.no.
Umsóknarfrestur er til 14 janúar 2024.
Greinargóð ferilskrá fylgi umsókn.