Umsóknarfrestur Sænsk-íslenska samstarfssjóðsins er 29. febrúar kl 23.59 að sænskum tíma.
Hægt er að sækja um ferðastyrki til að styðja íslenska þátttakendur í sænsk-íslenskum samstarfsverkefnum.
Í forgangi á þessu ári eru umsóknir sem tengjast Sænsk-íslenska árinu 2024–2025.
Markmið Sænsk-íslenska samstarfssjóðsins er að stuðla að auknu samstarfi Svíþjóðar og Íslands á sviði menningar, menntunar og vísinda. Sjóðurinn var stofnaður í kjölfar gjafar Svía til Íslendinga á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins 1994.
Um styrki þessa skal sótt á sérstökum eyðublöðum sem er að finna á https://svenskislandskafonden.se/ansok-om-resebidrag