Vel heppnað hádegisspjall

Laugardaginn 18. mars fór fram norrænt hádegisspjall í Norræna húsinu þar sem Jorodd Asphjell forseti Norðurlandaráðs fór yfir áherslur ráðsins og framtíð norræns samstarfs. Að því loknu fóru fram pallborðsumræður um þýðingu norræns samstarfs fyrir Ísland.

Þátttakendur voru Bryndís Haraldsdóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins, Viktor Ingi Lorange, formaður Ung norræn og Jorodd Asphjell. Fundarstjóri var Lárus Valgarðsson.

Ýmis mál voru reifuð svo sem norræn tungumálakennsla, endunýjun Helsinki-sáttmálans og hvernig Norðurlöndin ætla sér að verða samþættasta svæði heims þegar endalaust er skorið niður fjármagn til samstarfsins og þá ekki síst til menningarmála.