Hvernig er hægt að viðhalda félagsstarfi í dreifðum byggðum

Dagana 24-27. mars munu fulltrúar sænsku samtakanna Hela Sverige skal leva (HSSL) dvelja hér á landi. Markmið heimsóknarinnar er að kynna starfsemi HSSL og miðla reynslu þeirra í byggðamálum og samfélagsþróun. Samtökin vinna að því að viðhalda búsetu um allt Svíþjóð, einnig í afskekktustu svæðum landsins, með áherslu á fjarvinnu, sjálfbærni og menningarstarfsemi.

Þriðjudaginn 25. mars kl 16.00 munu þau halda málþing hjá Norræna félaginu, Óðinsgötu 7 þar sem fjallað verður m.a. um:
• Byggðamál og íbúalýðræði
• Sjálfbærni og virka þátttöku íbúa í dreifðum byggðum
• Hvað hefur tekist vel í Svíþjóð – og hvar má bæta

Hægt er að sækja málþingið á staðnum en einnig tengjast í gegnum eftirfarandi link: https://teams.live.com/meet/9365012095942...

Við hvetjum alla áhugasama um framtíð dreifbýlis og sjálfbæra samfélagsþróunar til að taka þátt!

Viðburðurinn er hluti af Sænsk-íslenska viðburðarárinu og styrktur af Sænsk íslenska samstarfssjóðnum.