Nordic Civ

Norræna félagið er meðlimur í samstarfsneti Norrænu ráðherranefndarinnar, Nordic Civ.

Nordic Civ er norrænt samstarfsnet boragarlegra samtaka. Hlutverk samstarfsnetsins er að hafa áhrif á starf Norrænu ráðherranefndarinnar varðandi Framtíðarsýn okkar 2030. Vinna samstarfsnetsins hófst í september 2021 og er stjórnað af Global Utmaning, óháð hugveita í Svíþjóð sem vinnur að sjálfbærri þróun með félagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg sjónarmið í huga.

Markmið okkar er að samstarfsnetið verði að óháðum samtökum norrænna stofnana og samtaka sem ígrunda og veita vinnu Norrænu ráðherranefndarinnar aðhald og innblástur.
— Joel Ahlgren, Global Utmaning

Tobias Grut / norden.org

Það er mikilvægt að rödd borgaralega samfélagsins heyrist og að það taki virkan þátt, og að stjórnmálamenn leyfi hugmyndum þess að hafa áhrif á ákvarðanir sem eru teknar í norrænu samstarfi
— Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar