Lýðháskólar á Grænlandi
Á Grænlandi eru tveir lýðháskólar:
Knud Rasmussenip Højskolia, Sisimiut
Skólinn er staðsettur í Sisimiut, næststærsta bæ Grænlands, á vesturströndinni. Skólinn leggur áherslu á einstaklingsþroska, íþróttir, söng og tónlist.
Sulisartut Højskoliat, Qaqortoq
Skólinn er staðsettur í Qaqortoq, sem er stærsti bær Suður-Grænlands. Námskeið í boði eru m.a. í útivist, myndlist, leiklist, tónlist, matreiðslu o.fl.