Lýðháskólar í Færeyjum
Í Færeyjum er fjölbreytt úrval námsleiða í lýðháskólum:
Húshaldarsskúli Føroya, Klakksvík
Føroya Fólkaháskúli, Þórshöfn
Mat og moldmentanarháskúlin, Sandi
Ítróttarháskúlin í Suðuroy, Vogi
→ Skoðaðu lýðháskólabæklinginn
Føroya Fólkaháskúli
Lýðháskólinn í Færeyjum, Føroya Fólkaháskúli, er skóli fyrir skapandi fólk, þar sem áhersla er lögð á myndlist, sviðslistir, færeyska menntun og færeyskt samfélag. Námið fer aðallega fram á færeysku, en alþjóðlegir nemendur eru velkomnir í skólann og fá aðstoð í náminu í formi tungumálanámskeiða og þýðinga. Lýðháskólanám í Færeyjum er góður kostur fyrir ungmenni sem hafa áhuga á að upplifa öðruvísi ævintýri í frábærum skóla.
Føroya Fólkaháskúli býður upp á námskeið bæði á vorönn og haustönn. Á vorönn eru aðallega skipulögð helgarnámskeið af miklum fjölbreytileika, svo sem námskeið í ljósmyndun, dansi, myndlist, þýðingum og mörgu fleira. Háskúlin er frábær skóli fyrir ungmenni sem hafa áhuga á að prófa skapandi námsgreinar á öllum sviðum.
Haustnámskeið
Á haustönn er í boði lengri námsleið þar sem nemendur dvelja í skólanum og stunda fullt nám frá september til febrúar. Nemendur sem skrá sig í nám við skólann á haustönn velja annað hvort myndlistarbraut eða sviðslistabraut. Í fyrsta mánuði fá allir nemendur fá að taka námskeið í leiklist, dansi, frásagnarlist, teikningu, dúklagningu, trésmíði, ritlist og málningu. Í kjölfarið velja nemendur námsleið, en fá þó líka að taka námskeið af hinni námsbrautinni. Gestafyrirlesarar koma og kenna í þemavikum á önninni, þar sem fjallað er t.d. um kvikmyndalist, ritlist, blaðamennsku, glergerð og keramik. Útivist, félagsskapur, og ferðalög í kringum Færeyjar eru mikilvægur hluti af náminu.
Skólagjald fyrir námsdvölina á haustönn er 3950 DKK á mánuði, í því er innifalið húsnæði, fæði, námsefni og allt sem notað er í náminu. Íslendingar geta sótt um í Føroya Fólkaháskúli og geta fengið námsstyrk frá Norræna félaginu.